SJSBB er 14 manna stórsveit sem leikur frumsamda blöndu tónlistar af afrískum meiði sem hefur vakið athygli víða um heim en sveitin hefur komið fram hátíðum og tónleikastöðum á borð við Berlin Jazzfest, London Jazzfestival, Moers fest, Nattjazz, Jazzbaltica, JazzaheadMojo Club, Moods og Borgy & Bess.
SJSBB var opinber tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2015 og hefur gefið út 4 hljómplötur. Hljómsveitin vinnur að nýrri hljómplötu og mun á tónleikunum gera tilraunir með nýtt efni í bland við eldra. Með SJSBB hafa komið fram alþjóðlegu gestirnir Tony Allen (Nígería), Jimi Tenor (Finland), Nils Landgren (Svíþjóð) og Sebastian Studnitzky (Þýskaland).