Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

SJSBB er 14 manna stórsveit sem leikur frumsamda blöndu tónlistar af afrískum meiði sem hefur vakið athygli víða um heim en sveitin hefur komið fram hátíðum og tónleikastöðum á borð við Berlin Jazzfest, London Jazzfestival, Moers fest, Nattjazz, Jazzbaltica, JazzaheadMojo Club, Moods og Borgy & Bess. 

SJSBB var opinber tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2015 og hefur gefið út 4 hljómplötur. Hljómsveitin vinnur að nýrri hljómplötu og mun á tónleikunum gera tilraunir með nýtt efni í bland við eldra. Með SJSBB hafa komið fram alþjóðlegu gestirnir Tony Allen (Nígería), Jimi Tenor (Finland), Nils Landgren (Svíþjóð) og Sebastian Studnitzky (Þýskaland).