Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Bandaríski fiðluleikarinn Esther Yoo vakti athygli tónlistarheimsins árið 2010 þegar hún varð yngst til þess að hreppa verðlaun í Sibeliusar-fiðlukeppninni, aðeins 16 ára gömul. Í kjölfarið tók Vladimir Ashkenazy hana undir verndarvæng sinn, hefur haldið með henni tónleika og gefið út geisladisk. Hún var nýverið valin til að taka þátt í BBC New Generation Artists, sem miðar að því að kynna hæfileikaríkasta tónlistarfólk nýrrar kynslóðar fyrir heiminum. Esther leikur á Stradivarius-fiðlu frá árinu 1704 og það er sannarlega ánægjuefni að þessi unga listakona sæki Ísland heim í fyrsta sinn.

Sjaldan hefur ungt sinfóníuskáld átt jafn eftirminnilega frumraun og þegar Gustav Mahler sendi frá sér fyrstu sinfóníu sína árið 1889. Þó hlaut hún misjafnar viðtökur eins og mörg önnur verk hans, og það var ekki fyrr en eftir miðja 20. öld að Mahler naut sannmælis sem einn mesti sinfóníuhöfundur sögunnar. Osmo Vänskä hefur fyrir löngu sannað afburðatök sín á tónlist Mahlers og túlkun hans á fyrstu sinfóníunni er mikið tilhlökkunarefni. Þá hljóma á tónleikunum þrjár stuttar tónamyndir Jóns Leifs frá árinu 1955, en hljóðritun SÍ á þeim undir stjórn Osmos hlaut m.a. Midem-verðlaunin í Cannes árið 1998.

EFNISSKRÁ
Jón Leifs
Þrjú óhlutræn málverk
Jean Sibelius
Fiðlukonsert
Gustav Mahler
Sinfónía nr. 1

STJÓRNANDI
Osmo Vänskä

EINLEIKARI
Esther Yoo