Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa notið gífurlegra vinsælda og eru fastur liður í jólahaldi margra fjölskyldna. Hér er hátíðleikinn í fyrirrúmi og fluttar eru sígildar og heillandi jólaperlur.
Ungir einleikarar koma fram í gullfallegu lagi Ingibjargar Þorbergs, Hin fyrstu jól, og nemendur Listdansskóla Íslands svífa um svið Eldborgar í Skautavalsinum eftir Émile Waldteufel. Framúrskarandi fiðluleikarar leggja Sinfóníuhljómsveitinni lið í flutningi Lávarði dansins og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hringir inn jólin. Einsöngvarar jólatónleikanna, Dísella Lárusdóttir og Kolbrún Völkudóttir ásamt kórum úr Langholtskirkju og táknmálskórnum Litlu sprotunum, flytja úrval innlendra og erlendra jólalaga sem koma öllum í sannkallað hátíðarskap. Barbara trúður kynnir tónleikana af sinni alkunnu snilld auk þess sem þeir verða túlkaðir á táknmáli.
Kórar úr Langholtskirkju, táknmálskórinn Litlu sprotarnir, Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Nemendur úr Listdansskóla Íslands, fiðluhópur Lilju Hjaltadóttur. Nemendur úr Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts leika jólalög á undan tónleikunum.
EFNISSKRÁ
Leroy Anderson
Jólaforleikur
Ingibjörg Þorbergs
Hin fyrstu jól
Émile Waldteufel
Skautavalsinn
R. & K. A. Lopez
Viltu koma og gera snjókarl?
Sígild jólalög
STJÓRNANDI
Bernharður Wilkinson
KYNNIR
Tru´ðurinn Barbara
EINSÖNGVARAR
Dísella Lárusdóttir
og Kolbrún Völkudóttir