Yndisfagur klarínettkonsert Mozarts var eitt hans síðasta verk, saminn fáeinum vikum áður en hann lést langt fyrir aldur fram. Um nálgun Mozarts sagði tónlistarfræðingurinn Alfred Einstein - frændi Alberts - að hann hefði „samið fyrir klarínett eins og hann væri fyrstur til að uppgötva þokka hljóðfærisins, mýkt, sætleika og fimi.“ Hér hljómar konsertinn í flutningi Arngunnar Árnadóttur sem tók við stöðu leiðandi klarínettleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2012. Arngunnur stundaði framhaldsnám við Hochschule für Musik „Hanns Eisler“ í Berlín og brautskráðist þaðan með hæstu einkunn. Arngunnur er einnig ljóðskáld og hefur hlotið mikla athygli fyrir störf sín á þeim vettvangi.
Schumann samdi Vorsinfóníu sína í bráðainnblæstri árið 1841, á aðeins fjórum dögum – og jafnmörgum nóttum. Hún er eitt hans dáðasta verk enda lífleg með eindæmum. Eldur Jórunnar Viðar er tímamótaverk – fyrsta hljómsveitarverk íslensks kventónskálds.
Þýski stjórnandinn Cornelius Meister er aðalstjórnandi Útvarpshljómsveitarinnar í Vínarborg og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir starf sitt þar. Hann hefur einnig stjórnað mörgum helstu hljómsveitum heims, til dæmis Concertgebouw-sveitinni í Amsterdam, og það er því mikið tilhlökkunarefni að fá hann í fyrsta sinn til Íslands með þessa spennandi efnisskrá í farteskinu.
EFNISSKRÁ
Jórunn Viðar
Eldur
W.A. Mozart
Klarínettkonsert
Robert Schumann
Sinfónía nr. 1, Vorsinfónían
STJÓRNANDI
Cornelius Meister
EFNISSKRÁ
Arngunnur Árnadóttir