Fyrirhuguðum tónleikum The Simon & Garfunkel Revival Band sem fram áttu að fara í Eldborg 10.maí næstkomandi hefur verið aflýst vegna óviðráðanlegra orsaka.
Hljómsveitinni sjálfri og tónleikahaldaranum Wigt International þykir þetta ákaflega leitt og þakkar sýndan áhuga en hljómsveitin vonast til að fá tækifæri til að heimsækja Ísland síðar.
Beðist er velvirðingar á því ónæði sem þetta veldur.
Upplýsingar varðandi endurgreiðslu á miðum
Miðahafar sem greiddu miðann sinn með kreditkorti munu fá upphæðina endurgreidda á næstu dögum. Þeir þurfa ekkert að aðhafast.
Miðahafar sem greiddu miðann með debitkorti, peningum, gjafakorti, Aur eða Kass eru beðnir að setja sig í samband við miðasölu Hörpu varðandi endurgreiðsluna.
Hægt er að hafa samband með tölvupósti á netfangið midasala@harpa.is eða í síma 528-5050. Opið er frá 12:00 til 18:00 alla daga vikunnar.
Simon & Garfunkel Revival Band ásamt strengsveit spilar tónlist Simon & Garfunkel af fádæma listfengi.
Meðlimir Simon & Garfunkel Revival Band hafa getið sér gríðarlega gott orð fyrir flutning sinn á verkum hins goðsagnakennda dúets. Hvar sem þeir spila, heilla þessir vinalegu og kraftmiklu tónlistarmenn áhorfendur sína með óaðfinnanlegum ábreiðum og hafa fengið glimrandi dóma fyrir.
Bandið mun heiðra 60 ára sögu upprunalega bandsins með þeirra fallegustu lögum. Þú munt heyra ástríðufullar ballöður líkt og “Scarborough Fair” og “Bright eyes” en einnig klassík eins og “Mrs. Robinson”, “Bridge Over Trouble Water”, “El Condor Pasa”, “The Boxer”, “Cecilia” og svo vitaskuld tónlistarperluna “The Sound of Silence” með stuðningi fiðlustrengja.
Hljómsveitin samanstendur af tónlistarmönnum á heimsmælikvarða, þeim Michael Frank (rödd og gítar), Guido Reuter (rödd, fiðla og píanó) og þremur aðstoðar tónlistarmönnum. Þeir þykja einstaklega góðir í því að fanga hið viðkvæma jafnvægi milli fullkominnar ábreiðu og eigin, sjálfstæðrar túlkunar á lögunum. Áhorfendur mun án efa heillast af þessum stórbrotnu lögum sem kalla fram frábærar minningar.
Lokaðu augunum og njóttu! Og ímyndaðu þér að þú sért kominn aftur í tímann á tónleika með Simon & Garfunkel í Central Park í New York !
Umsjón: Wight International
https://www.youtube.com/watch?time_continue=16&v=NXBHHakbjpY