Magnús Eiríksson fagnaði sjötíu ára afmæli sínu með tvennum stórtónleikum í Eldborg, þann 19. september síðast liðinn. Þar komust færri að en vildu og því hefur verið bætt við aukatónleikum.
Tónleikarnir fengu frábæra umsögn þeirra sem á hlýddu og meðal annars 4 ½ stjörnu hjá Viktoríu Hermannsdóttur á Fréttablaðinu, sjá hér
Dregnir verða fram gimsteinar, konfektmolar og blúsaðar perlur úr óviðjafnanlegu lagasafni Magnúsar sem fyrir löngu er samofið þjóðarsál Íslendinga;
Reyndu aftur,
Drauma-prinsinn,
Gleðibankinn,
Ó þú,
Kóngur einn dag
og öll hin.
Gamlir, góðir vinir stíga að sjálfsögðu á sviðið með Magnúsi.
Ómissandi tónleikar fyrir ómissandi fólk.