Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Hið margverðlaunaða tónleikahús Harpa kynnir með stolti Reykjavik Classics sumarið 2019. Þá hefst fjórða starfsár þessarar einstöku tónleikaraðar sem bæst hefur í flóru hins fjölbreytta menningarlífs höfuðborgarinnar. Reykjavik Classics býður upp á klassíska tónlist í Eldborg í túlkun fremstu listamanna þjóðarinnar auk erlendra gestaflytjenda í einum af “tíu bestu tónleikasölum þúsaldarinnar.” (Gramophone)

Reykjavik Classics hefst 24. júní og stendur til 24. ágúst, með hádegistónleikum daglega, kl 12:30. Hverjir tónleikar eru 30 mín. án hlés og verða meistaraverk tónlistarsögunnar flutt á fjölbreyttum efnisskrám hverrar viku, t.d. eftir Mozart, Beethoven, Schumann og Mendelssohn. Listamenn Reykjavik Classics eru einleikarar úr fremstu röð.

Listrænn stjórnandi er Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari.

 

______________________________________________________________
Reykjavik Classics í Hörpu fagnar nú 4. starfsári sínu þar sem fluttir hafa verið glæsilegir klassískir tónleikar á hverju sumri í Eldborg og Kaldalóni frá 2016. Íslenskir og erlendir listamenn í fremstu röð flytja kammer- og einleiksverk klassísku meistaranna auk íslenskrar tónlistar frá rómantíska tímabilinu. Tónleikaröðin hefur hlotið frábærar viðtökur þar sem lofi hefur verið varpað á listrænan flutning í stórkostlegum hljómburði hússins.

Dagskrá sumarið 2019:

24. júní – 30. júní í Eldborg 12:30-13 „Trompethljómar“ flutt af trompetleikurunum Jóhanni Ingva Stefánssyni, Vilhjálmi Inga Sigurðarsyni & Kristjóni Daðasyni

1. júlí – 7. júlí í Eldborg 12:30-13 „Frönsk rómantík“ flutt af Melkorku Ólafsdóttur, flautu & Katie Buckley, hörpu

8. júlí – 14. júlí í Eldborg 12:30-13 „Íslensk sönglög“ flutt af Agli Árna Pálssyni, tenór & Nínu Margréti Grímsdóttur, píanó

15. júlí – 21. júlí í Eldborg 12:30-13 „Mozart Píanókvintett K. 452“ fluttur af Nínu Margréti Grímsdóttur, píanóleikara og Kordo strengjakvartettnum – Vera Panitch, violin, Joaquín Páll Palomares, violin, Þórarinn Már Baldursson, viola & Hrafnkell Orri Egilsson, cello

22. júlí – 28. júlí í Eldborg 12:30-13 „Ljúfsár ljóð Klöru Schumann & Fanny Mendelssohn“ flutt af Þóru Einarsdóttur, sópran & Nínu Margréti Grímsdóttur, píanó

29. júlí – 4. ágúst í Eldborg 12:30-13 „Glæsileg gítartónlist“ flutt af Svani Vilbergssyni, gítar

5. ágúst – 9. ágúst í Eldborg 12:30-13 „Meistaraverk píanósins“ flutt af Daumants Liepinš, píanóleikara

10. ágúst í Eldborg 12:30-13 „Dúó fiðlusnillinga“ flutt af?Dúó Palomares/Panitch

11. ágúst í Eldborg 12:30-13 „Meistaraverk píanósins“ with Daumants Liepinš, píanóleikara

12. ágúst – 18. ágúst í Kaldalóni 12:30-13 “ Dúó fiðlusnillinga“ flutt af?Dúó Palomares/Panitch

19. ágúst – 24. ágúst í Kaldalóni 12:30-13 „Schubert Arpeggione“ flutt af Sigurgeiri Agnarssyni, selló og Nínu Margréti Grímsdóttur, píanó