Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Chrissie Thelma Guðmundsdóttir og Einar Bjartur Egilsson kynntust við nám í Listaháskólanum. Þau hafa spilað reglulega saman undanfarið eftir að hafa komið heim úr námi í sitthvorri heimsálfunni. Að þessu sinni flytja þau nýja tónlist úr ýmsum áttum meðal annars falleg verk eftir hinn eistneska Arvo Pärt og belgíska Cesar Franck. Á tónleikunum verður frumflutt eitt verk eftir annan flytjandann Einar Bjart og einnig íslands frumflutningur á verkum eftir Mexíkóska tónskáldið Samuel Maynez Prince. Hér er um að ræða skemmtileg verk með suðrænni sveiflu sem samnemandi Chrissie í Arizona fékk henni í hendur í byrjun árs.