Íslenskar konur
Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Silfurbergi, Hörpu
sunnudaginn 10. febrúar kl 20.
Í fyrsta sinn býður sveitin upp á heila dagskrá af tónlist eftir íslenskar
konur. Höfundar tónlistar eru Anna Gréta Sigurðardóttir, Helga Laufey
Finnbogadóttir, Ingibjörg Azima, María Magnúsdóttir, Ragnheiður Gröndal, Rósa
Guðrún Sveinsdóttir, Sara Mjöll Magnúsdóttir, Sigurdís Sandra Tryggvadóttir,
Sunna Gunnlaugsdóttir og Þórdís Gerður Jónsdóttir. María og Ragnheiður syngja
einnig í sínum verkum.
Stjórnandi er Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir.
· Ef keyptir eru miðar á a.m.k þrenna tónleika í einu fæst 20% afsláttur. Aðeins afgreitt í miðasölu Hörpu.