Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Óperan Hans og Gréta eftir Engilbert Humperdinck er byggð á hinu klassíska ævintýri Grimmsbræðra og er nokkurskonar spennusaga um systkinin Hans og Grétu sem búa í skóginum ásamt foreldrum sínum og lenda í klónum á vondu norninni en tekst að komast undan við illan leik.

Þórunn Sigþórsdóttir leikstýrir uppfærslunni, Eva Signý Berger hannar leikmynd, um búningahönnun sér María Th. Ólafsdóttir. Ljósahönnuður er Jóhann Friðrik Ágústsson.

Tónlistarstjórn uppfærslunnar er í hönum Bjarna Frímanns Bjarnasonar sem er tónlistarstjóri Íslensku óperunnar.

Hlutverkaskipan:

Hans – Arnheiður Eiríksdóttir

Gréta – Jóna Kolbrúnardóttir

Móðirin (Geirþrúður) – Hildigunnur Einarsdóttir

Faðirinn (Pétur) – Oddur A. Jónsson

Nornin – Dóra Steinunn Ármannsdóttir

Óli Lokbrá – Kristín Mantyla

Gradualekór Langholtskirkju

Hljómsveit Íslensku óperunnar