Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Mánudaginn 30. apríl verður haldið upp á hinn árlega alþjóðlega dag jazzins en UNESCO útnefndi þennan tiltekna dag sem hinn opinbera dag jazzins árið 2011. Jazztónlist getur í sínum mörgu og fjölbreyttu myndum verið tákn sameiningar fyrir fólk af ólíkum uppruna og frá öllum heimshornum sem hlustendur og/eða virkir þátttakendur. Jazzklúbburinn Múlinn og Jazzdeild FÍH ætla af þessu tilefni að standa fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri tónlistardagskrá þennan dag í Hörpu og fleiri stöðum vítt og breytt um borgina.  

Frekari upplýsingar um alþjóðlega jazzdaginn má finna á www.jazzday.com

Á tónleikum Múlans á Alþjóðlega jazzdeginum kemur fram ASA Tríó ásamt Jóel Pálssyni saxafónleikara.  

ASA tríó hefur verið ein af uppistöðuhljómsveitum Íslandsjazzins undanfarinn áratug og hafa gefið út tvo hljómdiska auk tveggja tónleika sem þeir félagar hafa gefið út sem netútgáfur. Tríóið hefur getið sér gott orð fyrir fjölbreytta og stundum óvænta efniskrá. Nú mæta þeir með góðan gest; Jóel Pálsson, einn af fremstu saxófónleikurum þjóðarinnar og saman munu þeir fagna deginum með skemmtilega blöndu eigin laga og annarra.

Andrés Þór Gunnlaugsson: gítar,
Agnar Már Magnússon: Hammond orgel,
Scott McLemore: trommur.
Jóel Pálsson: saxófónn