Óður til náttúrunnar
Toru Takemitsu And then I knew ‘twas wind
Toshio Hosokawa Stunden-Blumen
Kolbeinn Bjarnason Nýtt verk - frumflutningur
Toru Takemitsu Rain Spell
Kristín Þóra Haraldsdóttir Nýtt verk - frumflutningur
Hanns Eisler 14 leiðir til að lýsa regninu, op. 70
Á tónleikunum munu flytjendur leiða tónleikagesti í gegnum náttúruna eins og tónskáld úr bæði austri og vestri upplifa hana. Leiðin liggur um slóðir þar sem vindurinn blæs, blómin vaxa og visna, og það rignir. Verk Hosokawa Stunden-Blumen er innblásið af ást tónskáldsins á náttúrunni og þá sérstaklega blómum. Tónlist Takemitsu er draumkennd og býr yfir einstöku flæði hljóða og þagna. Hanns Eisler skrifaði verk sitt 14 leiðir til að lýsa regninu fyrir kvikmynd Joris Ivens, Regnið. Í þessu heillandi verki má heyra í regninu í hinum ýmsu myndum. Á efnisskránni er einnig frumflutningur nýrra tónverka eftir þau Kolbein Bjarnason og Kristínu Þóru Haraldsdóttur sem eru innblásin af náttúrunni. Flytjendur á tónleikunum ásamt Elektra Ensemble eru Dúó Harpverk og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari.