Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Fimmtudagur 22. Júní
20.00 - Norðurljós, Hörpu
Mozart, Pärt, Stravinsky

Arvo Pärt: Fratres W.A.
Mozart: Rondó í D-dúr
Pärt: Spiegel im Spiegel
Mozart: Larghetto og Allegro
Pärt: Mozart-Adagio Mozart: Píanókvartett nr. 1
Pärt: Summa Stravinsky: Elegía
Pärt: Cantus in memoriam Benjamin Britten
Stravinsky: Konsert fyrir tvö píanó

Víkingur Ólafsson (píanó), Julien Quentin (píanó), Lars Anders Tomter (víóla), István Várdai (selló), Sayaka Shoji (fiðla), Rosanne Philippens (fiðla).

Hefð og frelsi þurfa ekki að vera andstæður. Um það vitna frumleg og litrík kammerverk tónskáldanna þriggja sem fléttast saman á opnunartónleikum Reykjavík Midsummer Music 2017. Verk Wolfgangs Amadeusar Mozarts sem hljóma á tónleikum bera vissulega fágun klassíska stílsins fagurt vitni, en einnig þeirri hugmyndaauðgi, frelsi og sköpunargleði sem einkenndi ævinlega nálgun hans. Það sama má reyndar segja um Rússann Igor Stravinsky, sem átti sína byltingarkenndu tónhugsun undir djúpri þekkingu á hefðinni – líkt og heyra má í rífandi ferskum nýklassískum konsert fyrir tvö píanó og elegíu fyrir einleiksvíólu. Þá hljóma nokkur af fyrstu verkunum sem eitt áhrifamesta tónskáld samtímans, Arvo Pärt, samdi í hinum nánast yfirskilvitlega einfalda tintinnabuli-stíl, en einnig tvö verk sem kveðast á við fortíðina, hin barokkskotna Summa hið hrífandi fagra Mozart-Adagio.