Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík / Töfraflautan eftir Mozart

Töfraflauta Mozarts er vinsælasta ópera allra tíma og er flutt í íslenskri þýðingu Þrándar Thoroddsen, Böðvars Guðmundssonar og Þorsteins Gylfasonar.

Fyrsta uppfærsla Nemendaóperu Söngskólans; Hans og Gréta eftir Humperdinck, var sýnd í Íslensku óperunni 1982. Í framhaldi af því hefur Nemendaóperan sýnt eina til tvær sýningar ár hvert.

Fjöldi nemenda Söngskólans í Reykjavík tekur þátt í sýningunni:
Næturdrottning: Harpa Ósk Björnsdóttir
Pamina: Marta Kristín Friðriksdóttir
Papagena: Karlotta Dögg Jónasdóttir
Dömurnar þrjár: Salný Vala Óskarsdóttir * Hanna Ágústa Olgeirsdóttir * Jara Hilmarsdóttir
Monostatos: Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir
Tamino: Einar Dagur Jónsson
Papageno: Birgir Stefánsson
Sarastro: Magnús Már Björnsson Sleight
Drengirnir: Guðný Guðmundsdóttir * Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir * Halldóra Ósk Helgadóttir
Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir * Hildur Kristín Thorstensen * Sigríður Rósa Snorradóttir
Þulur: Ólafur Freyr Birkisson
Prestar: Josef Lund Josefson * Þorgils Hlynur Þorbergsson * Ólafur Freyr Birkisson
Varðmenn: Josef Lund Josefson * Hans Martin Hammer
Þrælar: Nemendur Unglingadeilda
KÓR: Allir þátttandur í sýningunni

Píanóleikarar á æfingum: Antonia Hevesi og Hrönn Þráinsdóttir
Tónlistarstjórn: Hrönn Þráinsdóttir
Leikstjórn / Sviðshreyfingar / Dansar: Sibylle Köll
Hljómsveit / Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveig Íslands / Stjórnandi Garðar Cortes

Nemendaóperan hefur þrisvar áður flutt Töfraflautuna, í fullri lengd og oft flutt hluta/senur úr óperunni Söguþráður óperunnar er um baráttu góðs og ills - Töfraflautan er "Singspiel", frumtextinn er á þýsku, en hún er yfirleitt flutt á móðurmáli flytjenda, þar sem töluverður hluti textans er talaður.