Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

David Icke kemur nú í fyrsta sinn fram á Íslandi, með tólf klukkustunda langan fyrirlestur þar sem hann veltir fyrir sér þeirri veraldarsýn sem blasir við í dag, eðli raunveruleikns, hver við raunverulega erum og hvað við erum.

Viðburðir Davids Icke eru einstakir. Margir furða sig á því hvernig einn maður getur talað og haldið athygli áhorfenda í 12 klukkustundir, en helsta áskorun Davids sjálfs er að halda sig innan þess tímaramma, með allt það magn upplýsinga sem hann hefur aflað sér með rannsóknum sínum undanfarin 26 ár.

Þessir viðburðir eru sem einfaldur leiðarvísir sem leiða gestina áfram, þannig að í lok dags hafa þeir öðlast vitneskju, skilning og skýringar sem þú finnur ekki annars staðar.

Komdu og kynntu þér málið sunnudaginn 26. mars