FÓSTBRÆÐUR Í EINA ÖLD
Stórtónleikar Karlakórsins Fóstbræðra
Eldborg föstudaginn 18. nóvember kl. 20.00.
Stjórnandi: Árni Harðarson
Fram koma ásamt kórnum: Fjórtán Fóstbræður, Gamlir Fóstbræður, Benedikt Kristjánsson, Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon, Högni Egilsson, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Kjartan Valdemarsson, Stórsveit Reykjavíkur og fjöldi annarra hljóðfæraleikara
Umgjörð og sviðsetning: Helena Jónsdóttir Verð aðgöngumiða 7.900, 5.900 og 2.900 kr. Miðasala á tix.is?
Miðasala hefst 18.október.
Karlakórinn Fóstbræður fagnar aldarafmæli þann 18..nóvember 2016.?Af því tilefni efnir kórinn til hátíðartónleika í Eldborgarsal, þar sem efniskráin endurspeglar fjölbreytileg viðfangsefni kórsins, frá klassískum stórverkum kórbókmenntanna til léttrar sveiflu í takt við tímann.
Flutt verða m.a. verk eftir Samuel Barber og Benjamin Britten, frumflutt ný verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og Viktor Orra Árnason, sem skrifuð voru fyrir tilefnið, fluttar nýjar útsetningar fyrir stórsveit og kór og sungnar lagasyrpur úr fórum Fjórtán Fóstbræðra í upprunalegum útsetningum Magnúsar Ingimarssonar sem hafa ekki heyrst á tónleikum áratugum saman.