Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Sigríður Thorlacius & Sigurður Guðmundsson - Hátíðartónleikar

Tveir af ástsælustu söngvurum landsins, þau Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, taka aftur höndum saman og slá upp tónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 20. desember. Sigríður og Sigurður munu ásamt hljómsveit sinni reiða fram sérstaka hátíðardagskrá í anda jólanna.

Miðasala hefst fimmtudaginn 6.okt kl. 10

Sigurður og Sigríður halda hátíðartónleika sína nú þriðja árið í röð og má fullyrða að hér sé komin fram á sjónarsviðið árleg jólahátíðarhefð.

Þau Sigríði Thorlacius og Sigurð Guðmundsson þarf vart að kynna en þau hafa lengi verið á meðal þekktustu og dáðustu söngvara landsins. Bæði hafa þau gert garðinn frægan með hljómsveitum sínum, Sigríður með Hjaltalín og Sigurður með Hjálmum, en jafnframt státa þau af glæstum sólóferlum.

Það eru einmitt tvær hljómplötur þeirra sem verða í forgrunni á tónleikunum í Hörpu – jólaplöturnar Nú stendur mikið til með Sigurði og Jólakveðja með Sigríði. Auk laga af þessum plötum verða á dagskránni hátíðarlög úr öllum áttum sem Sigurður og Sigríður munu syngja bæði saman og í sitthvoru lagi.

Hér verður um einstaka kvöldstund að ræða þar sem reynt verður að nálgast hið sanna og hátíðlega inntak jólanna. Athugið að aðeins verður um þessa einu tónleika að ræða.