Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Björk á Iceland Airwaves 2016

Það er skipuleggjendum Iceland Airwaves sönn ánægja að tilkynna að Björk kemur fram á hátíðinni í ár. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu.

Björk er án efa þekktasti listamaður Íslands fyrr og síðar. Plötur hennar hafa selst í milljónum eintaka út um allan heim og fyrir þá síðustu, Vulnicura, hlaut hún m.a. Brit verðlaun sem besta alþjóðlega söngkonan. Hún kemur fram með 27 strengjaleikurum og hentar sviðið í Eldborg alveg sérstaklega vel fyrir tónleika Bjarkar.

Björk hefur komið fram á tveimur tónleikum síðustu daga (hennar fyrstu þetta árið) í Royal Albert Hall og Hammersmith Apollo í London. Hún mun ekki koma fram á öðrum tónleikum þetta árið og er því gríðarlegur fengur í Björk í Eldborg. Dómarnir hafa verið einu orði sagt stórkostlegir:

“Ég hef aldrei séð gesti í Albert Hall fagna jafn mikið” 5 stjörnur – The Telegraph

“Algjörlega stórkostlegir tónleikar!” 5 stjörnur – The Evening Standard

“Þvílíkir tónleikar!” 5 stjörnur – The Times

“Ég hef snúist!” 5 stjörnur – The Arts Desk

“Metnaðurinn og sköpunargleðin í fyrirrúmi.” 4 stjörnur – The Guardian