Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Skipuleggjendum Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar þykir leitt að tilkynna að fyrirhuguðum tónleikum Bjarkar, sem fara áttu fram í Hörpu dagana 4. nóvember og 7. nóvember, hefur verið aflýst. Björk hefur jafnframt vegna óviðráðanlegra orsaka aflýst öllum tónleikum frá 15. ágúst út árið.

Miðar sem keyptir voru á tónleikana 4. nóvember verða endurgreiddir á næstu dögum. Miðar sem keyptir voru með greiðslukortum verða endurgreiddir sjálfkrafa en aðrir miðahafar á tónleikana 4. nóvember verða að snúa sér til miðasölu Hörpu.

Tilkynning úr herbúðum Bjarkar:

“Við þurfum því miður, vegna aðstæðna sem við ráðum ekki við, að aflýsa öllum tónleikum Bjarkar sem höfðu verið skipulagðir út árið. Björk var full tilhlökkunar að koma fram á þessum stöðum og því eru það mikil vonbrigði að þurfa að aflýsa tónleikunum. Við vonum að fólk sýni þessu skilning. “