Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Þann 8. og 9. apríl síðastliðinn fluttu nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga klukkustundar langa tónleikauppfærslu úr Töfraflautu Mozarts í Hveragerðiskirkju. Yfir 100 nemendur komu fram á þrennum tónleikum og var kirkjan fullsetin á þeim öllum. Söngnemendur og eldri strengjasveit bera uppi tónleikana með góðum liðstyrk blásara og gítarsveitar. Að auki koma fram yngri strengjasveit, blásarasveit, blokkflautusveit, rytmísk stelpusveit, píanóleikarar og ungir söngfuglar. Aðkoma þessara ólíku hópa er krydd tónleikanna en þeir gefa hverju lagi sinn lit.

Töfraflautuævintýrið heldur áfram í Kaldalóni í Hörpu þriðjudaginn 3. maí kl. 19:30, að þessu sinni með liðstyrk gestastrengjasveitar frá Póllandi.