Á tónleikunum koma fram auk Fóstbræðra fjórir norrænir kórar frá frá Noregi, Finnlandi og Íslandi auk gesta frá Sviss. Sérstakir gestir á tónleikunum verða Egill Ólafsson og Stórsveit Reykjavíkur. Kórarnir fimm eru tengdir Fóstbræðrum með ýmsum hætti. Muntra Musikanter hafa verið góðvinir Fóstbræðra í 80 ár og hafa sungið saman á Íslandi, Finnlandi og Rússlandi. Söngmenn Muntra eiga flestir uppruna sinn í Akademiska Sangforeningen og eru þessir tveir kórar því nátengdir. Den Norske Studentesangforening er elsti og einn virtasti karlakór í Noregi. Mannerstimmen Basel er margverðlaunaður karlakór frá Sviss. Leiðir Fóstbræðra og MS lágu saman á tónleikaferð Fóstbræðra til Evrópu síðastliðið sumar. Karlakór Reykjavíkur og Fóstbræður hafa veitt hvorum öðrum holla samkeppni í gegnum tíðina, eins og aðrir íslenskir karlakórar.