Fyrsta ópera Önnu Þorvaldsdóttur tónskálds, í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarsonar, verður frumsýnd á Íslandi á þrítugustu Listahátíð í Reykjavík í vor.
„UR_ hefur djúpa skírskotun í samband manneskjunnar við náttúruna og þrána til að finna tengingu við grunninn.”
-Anna Þorvaldsdóttir
Hugðarefni Önnu Þorvaldsdóttur í hennar fyrstu óperu, UR_, er upphaf heimsins eins og það birtist í grænlenskri goðafræði, leið mannsins aftur að uppruna sínum og hvernig hann hefur fjarlægst rætur sínar. Verkið býður áhorfendum í íhugult ferðalag um óræða veröld í tíma og rúmi. Við fylgjum eftir óræðri persónu, túlkaðri af þremur söngvurum, og leit hennar að uppruna sínum og innri rödd sem hún virðist hafa glatað. Tónlistin dregur fram tóna og hljóma úr nærumhverfinu, dularfulla sem ljóðræna. Í UR_ leitar Anna svara við því hvort samskipti og skilningur geti átt sér stað án orða og mynda tónlist og líbrettó nýtt tungumál, unnið út frá hljóðum, tónum og töluðu orði.
UR_ er afrakstur verkþróunar yfir tveggja ára tímabil, sem fram fór á Grænlandi, Íslandi, Noregi og Þýskalandi undir stjórn FAR NORTH.
Tónlist: Anna Þorvaldsóttir
Líbrettó: Anna Þorvaldsdóttir og Metter Karlsvik
Flytjendur: Joa Helgeson, Melis Jaatinen, Sofia Jernberg, Tinna Þorsteinsdóttir, Miké Phillip Fencker Thomsen, CAPUT tónlistarhópur
Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarson
Leikmynd og búningar: Anna Rún Tryggvadóttir
Listrænn stjórnandi og dramatúrg: Arnbjörg María Daníelssen
Hljómsveitarstjórnandi: Bjarni Frímann Bjarnason
Sýningarstjóri: Sebastian Reckert
Tæknistjóri: Florian Semmet
Framleiðandi: Arnbjörg María Daníelssen (FAR NORTH)