Perlur íslenskra sönglaga - Áramótatónleikar
Í kringum áramótin verða haldnir nokkrir tónleikar í þessari vinsælu tónleikaröð þar sem íslensk sönglög eru flutt og kynnt. Viðfangsefnin að þessu sinni tengjast jólum og áramótunum með einum eða öðrum hætti, þar sem m.a. er sungið um álfa og huldufólk, tröll og útilegumenn.
Flytjendur eru:
28. des og 3. 4. og 5. jan)
Lilja Guðmundsdóttir sópran
Fjölnir Ólafsson baritón
29. og 30. des og 1. og 2. jan
Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran
Kristján Jóhannesson baritón
Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari
Sigurjón Bergþór Daðason klarínettuleikari
Sungið er á íslensku en kynningar eru á ensku.