Hátíðarballettinn frá Pétursborg sló í gegn fyrir tveimur árum með glæsilegri uppfærslu í Hörpu á einni fegurstu perlu dansbókmenntanna. Nú snúa rússnesku dansararnir aftur og flytja Svanavatnið ásamt SInfóníuhljómsveit Íslands í sérstökum viðhafnarbúningi í Eldborg.
Pétursborg er vagga hins fræga rússneska balletts sem er innblásinn af Marius Petipa á 20. öldinni. Í Pétursborg eru ótal mörg fræg leikhús, þar á meðal Mariinsky og Mikhailovsky. Því miður ferðast þessi leikhús sjaldan utan Rússlands og því gefst fáum listdansunnendum í heiminum færi að sjá hinn fræga Pétursborgarballett. Hátíðarballettinn frá Pétursborg var stofnaður árið 2009 til að endurspegla bestu hefðir og anda Pétursborgarballettsins í sýningaferðum um Evrópu og allan heim. Glæsileiki, þokki og yndislegur léttleiki er það sem einkennir Hátíðarballett Pétursborgar með ferskan innblástur frá tuttugustu og fyrstu öldinni, fullkomna danssýningu prýdda konunglegum búningum og sviðsmynd. Sviðsmynd og búningar eru eftir hinn heimsþekkta Vyacheslav Okunev sem starfað hefur í þekktustu húsum heims sem og Bolshoi Theatre, Mariinsky Theatre og La Scala. Á síðustu fimm árum hefur Hátíðarballett Pétursborgar dansað við frábærar undirtektir á stærstu sviðum Evrópu, þar á meðal Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu, Finnlandi, Svíþjóð, Póllandi, Íslandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Króatíu, Slóvakíu.
Svanavatnið er ein vinsælasta listdanssýning allra tíma og á sér fastan sess í efnisvali í sígildum listdans. Verkið er samið við tónlist hins ástsæla tónskálds, Piotr Tchaikovsky og hefur um aldir haft gífurlegt aðdráttarafl. Svanavatnið sameinar töfrandi tónlist Tchaikovsky, áhrifamikla ástarsögu og líkamstjáningu sem kallar fram það mikilfenglegasta sem dansararnir hafa fram að færa.
Börn 12 ára og yngri fá 50% afslátt af miðaverði sem fæst í miðasölu Hörpu eða í síma 528-5050.
St. Petersburg Festival Ballet
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hljómsveitarstjóri:
Sergei Fedoseev
Listrænn stjórnandi:
Margarita Zhuchina
Aðaldansarar:
Margarita Zhuchina
Margarita Rudina
Maksim Tkachenko
Aleksey Nasadowich