Lúðrasveit verkalýðsins marserar frá Hafnartorgi yfir á Hörputorg. Framundan er æsilegasti viðburður ársins, sjálfur lúðrasveitabardaginn og lúðurþeytarar eru að koma sér í gírinn. Sláist í för með túbuleikurum og pikkolóflautum og dillið ykkur í takt.
Viðburðurinn er liður í dagskrá Hörputorgs á Menningarnótt sem styrkt er af Landsbankanum og Hafnartorgi auk Hörpu.