Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Dansarar frá Dansi Brynju Péturs bjóða upp á magnað street dansatriði á Hörputorgi á Menningarnótt. Missið ekki af sprúðlandi orku, geggjaðri gleði, frábærum dönsurum og mergjaðri tónlist. Dans Brynju Péturs hefur verið starfræktur frá árinu 2012 en þar er boðið upp á metnaðarfullt nám í street dansi fyrir börn og ungmenni.

Hvar: Hörputorgi
Hvenær: 23. ágúst kl. 17:15 - 17:35
Öll hjartanlega velkomin

Danshöfundar
Hrafnhildur Tinna Sörensdóttir, Edda Guðnadóttir, Brynjar Dagur Albertsson, Kristín Hallbera Þórhallsdóttir, Beata Emilia Kocot, Iðunn Hannesardóttir, Nikolas Eldrich og Brynja Pétursdóttir.

Sólóistar
Brynjar Dagur og Vanessa Blaga.

Viðburðurinn er liður í dagskrá Menningarnætur á Hörputorgi sem er í boði Hörpu, Landsbankans og Hafnartorgs.  

Hér má sjá alla dagskrá Hörpu á Menningarnótt 2025.

--

Brynja Pétursdóttir stofnaði Dans Brynju Péturs árið 2012 en þar er boðið upp á street danskennslu fyrir alla aldurshópa. Dans Brynju Péturs hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt allar götur síðan og komið fram við alls kyns tækifæri.