Á Menningarnótt bjóða ÞYKJÓ og tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir börnum og fjölskyldum að kanna undraverðan heim dýratóna með sér. Viðburðurinn fer fram í Vísu og Stemmu, á jarðhæð Hörpu.
Hvar: Í Vísu og Stemmu
Hvenær: 23. ágúst frá 13 - 17
Fyrir hverja: Börn og fjölskyldur
Gestir geta notið viðburðarins óháð móðurmáli
Aðgangur ókeypis.
Viðburðurinn er liður í dagskrá Hörpu á Menningarnótt.
Hér má sjá alla dagskrá Hörpu á Menningarnótt 2025.
---
Rými: Vísa, á jarðhæð (beint móti Hljóðhimnum)
Dýratónar er hljóðfæralína sem á venjulega heima í Hljóðhimnum í Hörpu - en á tyllidögum fer hún á flakk! Á Menningarnótt flytja Dýratónar yfir ganginn, inn í Vísu á jarðhæð Hörpu. Þar verður líka hægt að skyggnast á bak við tjöldin og sjá hvernig græjurnar inn í hljóðfærunum virka. Tónlistarkonan sóley og ÞYKJÓ hönnunarteymi bjóða börnum og fjölskyldum á tilraunastofu að spila á fuglahljóðin, búa til ykkar eigin laglínur og takta.
Rými: Stemma á jarðhæð (ská á móti Hljóðhimnum):
Flestir ungar eru nú flognir úr hreiðrum sínum á vit ævintýranna - en hvað með mannfólk, mega þau núna hreiðra um sig inn í haustið? Á Menningarnótt býður ÞYKJÓ hönnunarteymi börnum og fjölskyldum þeirra á innsetninguna Hreiðrum okkur. Hér er gott að halla sér aftur með góða bók eða loka augunum og njóta hljóðinnsetningar eftir Sóleyju þar sem hrossagaukur dýfir sér niður við og við og lóa heyrist í fjarska.