Kórinn Bjartsýni flytur ástsæl sönglög úr ýmsum áttum; sönglög um vor og vináttu, himin og jörð. Tónleikarnir fara fram í rökkvuðu Kaldalóni í upphafi Menningarnætur og vara í tæpar 30 mínútur. Öll eru velkomin og aðgangur er ókeypis.
--
Kórinn Bjartsýni var stofnaður síðastliðið haust og æfir vikulega í húsnæði Blindrafélagsins. Heiðursfélagar í kórnum eru leiðsöguhundarnir Vísir, Gaur og Alex en Stjórnendur eru Stefan Sand og Arnhildur Valgarðsdottir. Starfsemi kórsins er styrkt af Blindrafélaginu.
Efnisskrá tónleikanna:Vorið kemur
eftir Valgeir Guðjónsson við ljóð Jóhannesar úr Kötlum
Kvöldsigling
eftir Gísla Helgason við ljóð Jóns Sigurðssonar.
Sveitin milli sanda
eftir Magnús Blöndal Jóhannsson
Do re mi
Úr söngleiknum Sound of Music eftir Richard Rodgers og Oscar Hammerstein II
Sofðu unga
Íslenskt þjóðlag við ljóð Jóhanns Sigurjónssonar
Vem kan segla
Sænskt þjóðlag
Maístjarnan
Jón Ásgeirsson við ljóð Halldórs Laxness
Kvæðið um fuglana
Jón Ásgeirsson við ljóð Davíðs Stefánssonar
Sprengisandur
Íslenskt þjóðlag við ljóð Gríms Thomsen