Skip to content

Tix.is

Harpa

  • 23. ágúst 2025 kl. 13:00

Ókeypis

Um viðburðinn

Kvikmyndin A Burlesque on Carmen (1915) eftir Charles Chaplin verður sýnd á tjaldi í Norðurljósum við lifandi tónlistarflutning Miller-Porfiris dúettsins. Tónlistin er eftir George Bizet úr óperunni Carmen en útsetningar fyrir fiðlu og víólu eru eftir Ritu Porfiris. A Burlesque on Carmen er frá árinu 1915, gamansöm og ljúfsár útlegging Chaplin á dramatískum efnivið. Sjálfur leikur Chaplin eina aðalpersónuna, hermanninn Don José en Edna Purviance er í hlutverki Carmenar.

Hvar: Í Norðurljósum
Hvenær: 23. ágúst frá 13 - 13:45
Fyrir hverja: Allt áhugafólk um tónlist, óperur og gamlar kvikmyndaperlur
Tónleikarnir eru öllum opnir svo lengi sem það er sætaframboð
Aðgangur ókeypis

Viðburðurinn er liður í dagskrá Hörpu á Menningarnótt.

--

Miller-Porfiris dúettinn er skipaður Anton Miller fiðluleikara og Ritu Porfiris víóluleikara en dúettinn hefur starfað saman frá árinu 2005, sent frá sér rómaðar breiðskífur og frumflutt fjöldann allan af verkum sem samin hafa verið sérstaklega fyrir þau. Þau hafa komið fram á tónleikum víða um heim og um árabil boðið upp á vinsæla viðburði þar sem þögul meistaraverk kvikmyndasögunnar eru sýnd við lifandi undirleik dúettsins. Þetta eru fyrstu tónleikar dúettsins af þessum toga á Íslandi.

--

Bandaríski fiðluleikarinn Anton Miller á að baki glæsilegan feril sem fiðlueinleikari og túlkandi kammertónlistar. Samhliða hefur hann gegnt stöðu konsertmeistara við Lincoln Symphony Orchestra og starfað sem prófessor í fiðluleik við The Hartt School auk listrænnar stjórnunar við tónlistarhátíðir og kennslu víða um heim. Miller lauk mastersgráðu í fiðluleik frá Juilliard-skólanum í New York þar sem hann nam hjá Dorothy DeLay, Felix Galimir og meðlimum Juilliard-kvartettsins. Áður nam hann fiðluleik við Indiana háskólann hjá Franco Gulli.  

--

Bandaríski víóluleikarinn Rita Porfiris er margverðlaunuð tónlistarkona og á að baki tilkomumikinn feril sem einleikari og flytjandi kammertónlistar auk þess að hafa starfað um langt skeið sem víóluleikari með Sinfóníuhljómsveitinni í Houston. Hún hefur gegnt prófessorstöðu við The Hartt School og kennt við New York University og fleiri menntastofnanir í Bandaríkjunum. Hún nam víóluleik við Juilliard skólann þar sem hún naut leiðsagnar William Lincer auk Paul Doktor, Norbert Brainin og Harvey Shapiro. Rita Porfiris gegnir nú stöðu uppfærslumanns (annars leiðara) við víóludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands.