Stórsveit Reykjavíkur í samstarfi við Hörpu leiðir börn og fjölskyldur í sveifluballi á Menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst í Hörpu. Á ballinu tekur Stórsveitin gesti með sér í dillandi tónlistarferðalag og dansarar halda örnámskeið í einföldum danssporum.
Eiríkur Rafn Stefánsson stjórnar sveitinni og Bragi Árnason, leikari og dansari leiðir danskennsluna. Dansarar frá Háskóladansinum, Lindy Hop, Lindy Ravers og Sveiflustöðinni taka svo virkan þátt í dansleiknum.
Dansgólfið er opið. Sveiflum okkur saman, stór og smá!
Dansleikurinn stendur yfir í um 40 mínútur. Hann hefst klukkan 14:30 í Silfurbergi sem er á 2. hæð í Hörpu. Öll hjartanlega velkomin og aðgangur er ókeypis.