Skip to content

Tix.is

Harpa

  • 23. ágúst 2025 kl. 16:00

Ókeypis

Um viðburðinn

Karlakórinn Fóstbræður flytur ástsæl sönglög úr öllum áttum fyrir gesti og gangandi á tónleikum í Norðurljósum í Hörpu á Menningarnótt. Stjórnandi kórsins er Árni Harðarson.  

Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og vara í um 45 mínútur.  Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

--

Karlakórinn Fóstbræður hefur starfað samfellt frá haustinu 1916 og eru í dag um 70 söngmenn í kórnum. Kórinn heldur reglulega tónleika og kemur fram á hinum ýmsu viðburðum og ber þar hæst árlegir vortónleikar sem fram fara í Norðurljósum í Hörpu ár hvert.  

--

Árni Harðarson hefur verið stjórnandi Fóstbræðra frá árinu 1991. Hann hefur samhliða starfað sem kennari og síðar skólastjóri við Tónlistarskóla Kópavogs. Hann hefur og verið virkur í íslensku tónlistarlífi sem tónskáld og stjórnandi kóra og hljómsveita í ólíkum verkefnum innanlands og utan.