Skip to content

Tix.is

Harpa

  • 29. ágúst 2025 kl. 20:00

Miðaverð:2.990 - 7.900 kr.

Um viðburðinn

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason

Einsöngvarar
Dísella Lárusdóttir
Eggert Reginn Kjartansson
GDRN
Ólafur Kjartan Sigurðarson
Pálmi Gunnarsson
Rebekka Blöndal
Valdimar Guðmundsson

Kór
Söngsveitin Fílharmónía

Kórstjóri
Magnús Ragnarsson

Efnisskrá kynnt síðar

Undanfarinn áratug hafa tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands Klassíkin okkar notið fádæma vinsælda í tónlistarlífi landsmanna en þessir tónleikar eru nú haldnir í tíunda sinn í beinni útsendingu á RÚV. Nú hugum við að söng lífsins og veltum fyrir okkur af hverju við syngjum. Fullyrða má að söngurinn sé ein elsta leið mannkyns til tjáningar og samskipta. Við syngjum okkur í gegnum lífið; í leikskóla og jarðar förum, í bílnum og í sturtu, þegar við svæfum og þegar við elskum, þegar við hvetjum eða viljum upplifa samstöðu. Stundum syngjum við ein, stundum í hóp, stundum fallega en svo er auðvitað hægt að öskursyngja ef svo ber undir

Hér flytja margir af okkar fremstu söngvurum tónlist sem tengist hinum ýmsu athöfnum okkar og viðburðum á lífsleiðinni; frá tregafullum kvöldsöngvum til glaðværra gamansöngva. Það er Bjarni Frímann Bjarnason sem heldur um tónsprotann og leiðir Sinfóníuhljómsveit Íslands á þessum fjölbreyttu og skemmtilegu tónleikum.