Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hljómsveitarstjóri: Richard Schwennicke
Kynnir: Lalli töframaður
Efnisskrá
Fjölbreytt og skemmtileg tónlist
Töfrabrögð og sjónhverfingar verða í forgrunni þegar Lalli töframaður og Sinfóníuhljómsveit Íslands sameina krafta sína á tónleikum í Litla tónsprotanum. Dagskráin verður ekki síður töfrandi þar sem mörg eftirlætislög hljóma, eins og Smile eftir Charlie Chaplin, Lærisveinn galdrameistarans eftir Dukas og vinsæl lög úr söngleikjum á borð við Frozen og Mary Poppins.
Sýningar Lalla töframanns njóta vinsælda hjá börnum á öllum aldri og á tónleikunum verður mögnuðum töfrabrögðum hans varpað upp á stóra tjaldið í Eldborg svo allir fái notið þeirra sem best.
Tónleikarnir, sem eru sniðnir að ungum áheyrendum, eru um klukkustundarlangir, án hlés.
Mán | Þrið | Mið | Fim | Fös | Lau | Sun |
---|---|---|---|---|---|---|
30 | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | 1 | 2 | 3 |