Maxímús Músíkús er frægasta tónlistarmús á Íslandi! Maxímús á heima í Hörpu og hver veit nema við rekumst á þessa litlu mús á BIG BANG tónlistarhátíðinni. Ævintýrið um músina knáu hljómaði fyrst á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í maí 2008 og í kjölfarið fylgdi músagangur um víða veröld og í dag hafa margar aðrar hljómsveitir, í ýmsum löndum, flutt ævintýrið fyrir hlustendur á öllum aldri. Maxímús er aðal stjarnan í fimm myndskreyttum bókum sem innihalda tónlist í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en þær hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál um allan heim.?
Maxi birtist á ýmsum stöðum í Hörpu, þegar honum hentar!
Mán | Þrið | Mið | Fim | Fös | Lau | Sun |
---|---|---|---|---|---|---|
28 | 29 | 30 | 1 | 2 | 3 | 4 |
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | 1 |