Skip to content

Tix.is

Harpa

  • 24. apríl 2025 kl. 12:15
  • 24. apríl 2025 kl. 13:15

Ókeypis

Um viðburðinn

Watachico er nýtt verkefni Kristofers Rodríguez Svönusonar þar sem hann kannar tónlistarhefðir Suður-Ameríku á sinn persónulega máta og bræðir inn í hljóðheim sinn, útkoman er slagverksdrifin spunatónlist. Á þessum tónleikum mun hin frábæra blásarasveit Nola Copa úr skólahljómsveit Kópavogs, undir stjórn Össurar Geirssonar, leiða hljómsveitina. Meðlimir Nola Copa eru: Bríet Helga Hjartardóttir Ísberg, Egill Orri Ormarsson Líndal, Hildur Bella Rafnsdóttir, Margrét Kristín Kristinsdóttir, Rúnar Páll Árnason og Þóra Sif Óskarsdóttir.

Watachico gaf út sitt fyrsta lag, Watachico, í byrjun þessa árs og munu fleiri lög koma út á þessu ári.

Watachico bandið skipa þau Daði Birgisson, Daníel Helgason, Ingibjörg Turchi og Matthías Hemstock.?

Lengd: 15 mínútur