Í sameiningu ferðumst við um undraheima himinhvolfanna og upplifum galdur tónlistarinnar á gagnvirkum tónleikum með sópransöngkonunni Álfheiði Erlu Guðmundsdóttur og píanóleikaranum Kunal Lahiry.
Viðburðurinn hefst á 2. hæð í Eyri og leiðir okkur inn í Norðurljós.
Álfheiður og Kunal eru í þann mund að leggja af stað í tónleikareisu þar sem þau koma fram í helstu tónlistarhúsum álfunnar næsta vetur á vegum ECHO Rising Stars.
Lengd: 30 mínútur