Skip to content

Tix.is

Harpa

  • 1. júní 2025 kl. 20:00

Miðaverð:7.990 - 9.990 kr.

Um viðburðinn

Moses og vinir

Hljómsveitin Moses Hightower býður til veislu í Norðurljósasal Hörpu þann 1. júní, en matseðillinn er óvenju fjölbreyttur að þessu sinni:

Sígilt, nýlegt og alveg glænýtt efni úr smiðju sveitarinnar, en einnig mæta nokkrir perluvinir og samferðafólk sveitarinnar og flytja með henni lög sem hún hefur unnið í samstarfi við þau.

Þarna er um að ræða poppdjásnin GDRN og Friðrik Dór og rapprisana Cell7 og Kött Grá Pje, og slíkir katalógar á bak við hvert þeirra að ekki verður hjá því komist að draga fram fleiri lög en áðurnefnd samstarfsverkefni.