Um viðburðinn
Lög og gervigreind – lögfræðin er mætt til leiks!
Gervigreind er þegar farin að móta samfélagið okkar, rekstur fyrirtækja og lagalegt umhverfi. En hvar liggja mörkin? Hver ber ábyrgð? Hvernig mótum við regluverkið til þess að tryggja jafnvægi á milli nýsköpunar og réttaröryggis?
Þann 19. mars frá kl. 13:00, í Norðurljósasal Hörpu, koma saman leiðandi íslenskir og erlendir sérfræðingar og fjalla um samspil laga og gervigreindar frá ýmsum sjónarhornum. Áherslan verður á lögfræðileg álitaefni sem hafa komið upp, sem og komandi löggjöf og þróun á þessu sviði.
Helstu umfjöllunarefni:
- Gervigreind í lögfræðilegri vinnu: mörk og áhrif?
- Evrópuréttur á tímum gervigreindar: the Digital Services Act og the Al Act
- Áhrif gervigreindar á mannréttindi: persónuvernd, tjáningarfrelsi og siðferðileg álitaefni
Ráðstefnan er einstakt tækifæri fyrir lögmenn, lögfræðinga, sérfræðinga í tækni og stefnumótun, sem og alla sem vilja vera í fararbroddi í umræðunni um lög og gervigreind. Á ráðstefnunni gefst einnig góður tími til samtals og tengslamyndunar, bæði á viðburðinum sjálfum og í lok hans.
Listi yfir fyrirlesara verður birtur fljótlega!
Ráðstefnan markar mikilvægt upphaf á upplýstri umræðu um þessi brýnu mál, upphaf þess að lögfræðin sé mætt til leiks.
Mjög takmarkaður sætafjöldi – tryggðu þér sæti strax!