Carmina Burana eftir Carl Orff verður flutt af Söngfjelaginu og Kór Akraneskirkju undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar í Norðurljósasal Hörpu 16. maí 2025 kl. 20.
Carmina Burana er eitt mest flutta tónverk tónbókmenntanna en á þessum tónleikum verður flutt upprunaleg útgáfa sem er fyrir kór, tvo flygla, fimm slagverksleikara, þrjá einsöngvara og barnakór. Frumflutt verður ný íslensk þýðing við hluta verksins eftir Hjörleif Hjartarson.
Fjöldi flytjenda í báðum kórum er um 120 manns auk 20 manna barnakórs.
Benedikt Kristjánsson syngur tenór, Herdís Anna Jónasdóttir sópran en baríton verður auglýstur síðar.
Hljóðfæraleikarar eru slagverksleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt píanóleikurunum Helgu Bryndísi Magnúsdóttur og Liam Kaplan.