Útgáfuathöfn Bjarka fer fram í Hörpu dagana 13. og 14. febrúar kl. 20:00-22:00.
Í tilefni af nýjustu plötu Bjarka, A Guide To Hellthier Lifestyle, sem kemur út 7. febrúar 2025, verða haldnir sérstakir útgáfutónleikar í Hörpu. Bjarki býður gestum upp á undursamlega sjón og hljóð upplifun með þema á lífsstílsvanda og áráttu fyrir vellíðan.
Viðburðurinn mun sameina tónlist og sjónræna list við einstaka athöfn sem hvetur gesti til að gefa sig á vald tónlistarinnar og upplifa fjölvíddarheim tækni, lista og hljóða.
Tónleikarnir verða í samstarfi við listamennina Brendu Jansone og Thomas Harrington Rawle og Kristínu Önnu Valtýsdóttur (Kría Brekkan).
Takmarkaður sætafjöldi. Gestir eru beðnir að mæta í dökkum þægilegum klæðnaði.