Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Þann 2. febrúar klukkan 13:00 syngur Sönghópur „Ílalei“ eistneska og íslenska tónlist. Kammersönghópurinn „Ílalei“ kom saman að frumkvæði söngkonunnar Anne Keils og kemur nú í fyrsta sinn fram með hádegistónleikum í Hörpuhorni. Tónleikarnir verða um 40 mínútur að lengd og flutt verða verk og útsetningar eftir Veljo Tormis, Cyrillus Kreek, Jón Nordal, Jón Ásgeirsson, Pärt Uusberg og fleiri.

Meðlimir kammersönghópsins „Ílalei“ eru:
Ragnheiður Petra Óladóttir, Anne Keil (sópran)
Ragnhildur Jóhanna Júlíusdóttir, Margrét Björk Daðadóttir (alt)
Oddur Smári Rafnsson, Guðmundur Alfreðsson (tenór)
Orri Jónsson, Ólafur Freyr Birkisson (bassi)