Kammersveit Reykjavíkur fagnar sínu fimmtugasta starfsári í ár. Sveitin hefur allt frá stofnun sinnt fjölbreyttu starfi og flutt í bland tónlist sem spannar 400 ár, allt frá tónlist barokktímans til samtímans þar sem sveitin hefur frumflutt fjölda lykilverka hér á landi og mörg þeirra á Myrkum músíkdögum. Á Myrkum músíkdögum í ár fagnar hópurinn áfanganum með óvæntu endurliti þar sem flutt verður eldra verk Þuríðar Jónsdóttur í bland við ný verk Tuma Árnasonar og Tryggva M. Baldvinssonar.
Flytjendur:
Kammersveit Reykjavíkur
Einsöngvari: Herdís Anna Jónasdóttir
Stjórnandi: Mirian Khukhunaishvili