Pípumessa, tónverk Iðunnar Einarsdóttur og Þórðar Hallgrímssonar, er hljóðrænt ferðalag í gegnum efnisheim pípa í öllum sínum fjölbreyttustu myndum. Fyrir bregður ólíkum hljóðfærum allt frá hefðbundnum tré- og málmblásturshljóðfærum yfir í blokkflautur gerðum úr niðurfallsrörum úr plasti, orgelpípur, drykkjarör úr gleri og margt fleira. Áheyrendum er boðið að stíga inn í þennan hljóðheim pípanna sem samsettur er úr svo fjölbreyttum efnis- og efnisáferðaheimi pípanna og taka þátt í þessari fjögurra þátta áhrifaríku en í senn merkingarlausu messu undir leiðsögn höfunda.
Sérstakur flytjandi er Jón Örn Einarsson í hlutverk Hómó Pípíens.
Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir, án hlés
Efnisskrá:
Iðunn Einarsdóttir & Þórður Hallgrímsson – Pípumessa (2023)
Flytjendur:
Iðunn Einarsdóttir, höfundur
Jón Örn Einarsson, Hómó Pípíens
Þórður Hallgrímsson, höfundur