Skip to content

Tix.is

Harpa

  • 24. jan. - kl. 21:00

Miðaverð:2.500 - 3.900 kr.

Um viðburðinn

Skáldið og tón- og myndlistarkonan Ásta Fanney Sigurðardóttir leggur undir sig Eldborgarsal Hörpu og býður til upplifunar sem dansar á mörkum tónlistar, hljóðlistar, skáldskaps, gjörnings og innsetningar í verki sínu Glossolalia.

Í verkum Ástu mætast oft á tíðum ólík listform sem renna í eitt og mynda samfellda heild. Lýsa má verkum Ástu sem tilraunakenndum og eru þau uppfull af leikgleði þar sem leikið er með væntingar og veruleika sem og hugmyndir okkar um hversdagsleikann.

Viðburðurinn er um klukkustundarlangur, án hlés.

Efnisskrá:
Ásta Fanney Sigurðardóttir – Glossolalia (2025, frumflutningur)

Flytjandi:
Ásta Fanney Sigurðardóttir