Öróperur Elínar Gunnlaugsdóttur, Busy og Halfway Down, eru samdar við texta A.A. Milne, sem er hvað þekktastur fyrir sögur sínar um Bangsímon. Óperurnar taka hvor um sig ekki nema um 8 mínútur í flutningi en þrátt fyrir smæð sína umfaðma verkin stærri þætti tilverunnar og takast á við tilvistarkreppu mannsins á fjörlegan og gáskafullan hátt. Öróperurnar verða fluttar hvor á eftir annarri í Hörpuhorni, gegnt Eldborgarsal á 2. hæð Hörpu.
Flytjendur:
Busy
Gunnlaugur Björnsson, barítónn
Matthildur Anna Gísladóttir, píanó
Halfway Down
Kristín Sveinsdóttir, sópran
Matthildur Anna Gísladóttir, píanó
Leikstjórn: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Leikmynd og búningar: Eva Bjarnadóttir