Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Meraki tríó

Flytjendur
Rósa Guðrún Sveinsdóttir, söngur, flauta og saxófónn
Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló
Sara Mjöll Magnúsdóttir, píanó

Um tónleikana
Meraki tríó er skipað þeim Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur sem syngur og leikur á flautu og baritón-saxófón, Söru Mjöll Magnúsdóttur á píanó og Þórdísi Gerði Jónsdóttur á selló. Þær spila eigin tónsmíðar sem teljast til nokkuð hefðbundins jazz en með óvenjulegri hljóðfæraskipan auk frumlegra og leikglaðra útsetninga er lögunum ljáður ferskur blær. Selló, baritón saxófónn og píanó skiptast á hlutverkum laglínu, undirspils og bassa og búa þannig til margslunginn hljóðheim. Þá hefur Meraki tríó verið óhrætt við að útsetja lög eftir aðra listamenn á nýstárlegan máta. Í september 2024 gaf tríóið út sína fyrstu hljómplötu, titlaða "Meraki tríó" sem inniheldur sex frumsamin lög. Meðlimir tríósins hafa bakgrunn úr ólíkum tónlistarstílum, allt frá barokktónlist og klassík yfir í popp og blús, og nýta fjölbreyttan bakgrunn og sameiginlegan áhuga á jazzi til að búa til tónlist sem á sama tíma er vinaleg, hjartnæm og svöl. Á tónleikunum munu þær spila efni af nýútgefinni plötu ásamt nýju efni og útsetningum á öðru efni.