Útgáfutónleikar nýrrar plötu píanóleikarans Kjartans Valdemarssonar og Stórsveitar Reykjavíkur.
Platan geymir átta nýleg verk eftir
Kjartan sem öll eru skrifuð fyrir sveitina. Tónlistin er tileinkuð náttúru
Íslands.
Verkin spegla okkar fjölbreytta landslag frá hinu stærsta og
hrikalegasta til hins smæsta og fegursta.
Platan var tekin upp á vormánuðum.
Samúel Jón Samúelsson stjórnar.
Almennt miðaverð er 5.990 kr.
Smelltu hér til að kaupa á þrenna tónleika Stórsveitar í vetur og fáðu 20% afslátt (ath gildir ekki á Jólafjör)