Skip to content

Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Ferðaþjónustudagurinn 2024: Álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum

Á Ferðaþjónustudeginum 2024, sem haldinn er í samstarfi Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu, Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þingvallaþjóðgarðs, verður sjónum beint að áskorunum og reynslu af álagsstýringu á áfangastöðum hér á landi sem erlendis og nauðsynlegu samtali stjórnvalda og fyrirtækja í ferðaþjónustu um viðfangsefnið. Þá verður jafnframt horft til þess hvernig álagsstýring birtist í markmiðum og aðgerðum í nýsamþykktri ferðamálastefnu.

Ráðstefnan á meðal annars erindi við eigendur, stjórnendur og starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja sem og aðra hagsmunaaðila, þ.á.m. stjórnmálamenn og starfsfólk ráðuneyta, sveitarfélaga og stjórnsýslustofnana sem snerta reglusetningu og stýringu ferðaþjónustu á fjölbreyttan hátt, eigendur áfangastaða í einkaeigu og fjárfesta, rannsóknaraðila. Öllum sem vilja afla sér aukinnar þekkingar á þróun ferðaþjónustu á Íslandi næstu ár er velkomið að taka þátt.

Dagskrá Ferðaþjónustudagsins 2024 og allar nánari upplýsingar er hægt að finna á upplýsingavef ráðstefnunnar.

Upplýsingavefur um ráðstefnuna

Ráðstefnugestum er bent á að mögulegt er að sækja styrki eða endurgreiðslu á ráðstefnugjaldi og ferðakostnaði til stéttarfélaga og starfsmenntasjóða. Rétt er að geta þess að úthlutunarreglur eru breytilegar eftir sjóðum. Upplýsingar um styrki starfsmenntasjóða er að finna á Áttin.is

Innifalið í miðaverði eru morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi og léttar veitingar í lok dags.