Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Flytjendur
Sigríður Thorlacius, söngur
Ásgeir Ásgeirsson, bouzouki, tamboura og oud
Matti Kallio, harmonikka
Þorgrímur Jónsson, bassi
Erik Qvick, slagverk

Um tónleikana
Þjóðlagasveit Ásgeirs Ásgeirssonar leikur á tónleikum Múlans þar sem efnisskráin samanstendur af íslenskum þjóðlögum í útgáfu Ásgeirs af diskunum þremur sem hann gaf út á árunum 2017-2020. Á diskunum ferðaðist hann með íslenska þjóðlagið til Tyrklands, Búlgaríu og Íran og hljóðritaði með nokkrum af fremstu hljóðfæraleikurum frá þessum löndum. Diskarnir þrír; "Two sides of Europe" (2017), "Travelling through cultures" (2018) og "Persian path" (2020) hafa fengið frábæra dóma bæði heima og erlendis og verið spilaðir á hinum ýmsu heimstónlistar útvarpsstöðvum víðs vegar um heiminn.