Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Efnisskrá

W.A.Mozart: Ganz kleine Nachtmusik (frumflutningur á Íslandi)
A. Schönberg: Verklärte Nacht      
P. Tchaikovsky: Souvenir de Florence    

Áður óþekkt tónverk eftir W.A. Mozart, sem fannst nýlega á Ríkisbókasafninu í Leipzig, mun hljóma í fyrsta sinn á Íslandi á þessum tónleikum. Mozart var aðeins barn að aldri þegar hann samdi þetta skemmtilega tríó fyrir tvær fiðlur og selló í kringum 1765 sem ber nú heitið Ganz kleine Nachtmusik (KV648).

Verklärte Nacht (Uppljómuð nótt) eftir Schönberg
Víða um heim er því fagnað að um þessar mundir eru 150 ár liðin frá fæðingu hins merka tónskálds Arnolds Schönberg. Kammermúsíkklúbburinn býður tónlistarunnendum upp á eitt af dáðustu verkum meistarans, strengjasextettin Verklärte Nacht frá árinu 1899. Einnig heyrum við glænýja þýðingu Reynis Axelssonar á ljóði Richard Dehmel sem var innblástur Schönbergs að verkinu.

Souvenir de Florence eftir Tchaikovsky
Margir telja þennan glæsilega strengjasextett Tchaikovskís bera af öðrum slíkum. Hann samdi verkið eftir pöntun frá Kammermúsikfélagi St. Pétursborgar árið 1890 en annars samdi hann merkilega lítið af kammertónlist. Hrífandi laglínur, ástríðufullur dúett og tilþrifamikill dans lokaþáttarins láta engan ósnortinn.

Flytjendur: Ari Þór Vilhjálmsson og Sólveig Vaka Eyþórsdóttir, fiðlur; Þórunn Ósk Marinósdóttir og Rita Porfiris, víólur; Sigurgeir Agnarsson og Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló.